Stjórn fiskveiða

Miðvikudaginn 01. júní 2011, kl. 23:40:51 (0)


139. löggjafarþing — 139. fundur,  1. júní 2011.

stjórn fiskveiða.

826. mál
[23:40]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Ég kallaði eftir svörum frá hæstv. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, ég hef ekki fengið þau enn. Ég óska eftir því að hann svari því sem ég spurði um, þ.e. um markmið þessara frumvarpa.

Svo vil ég líka taka undir áskorun hv. síðasta ræðumanns að það er eiginlega ekki forsvaranlegt að ræða svona mikilvæg mál fyrir þjóðina kl. hálftólf, eða þegar klukkuna vantar 20 mínútur í 12, að kvöldi, sérstaklega ekki vegna þess að þingið hefur starfað síðan í morgun. Nefndir byrjuðu kl. átta í morgun og átta í gærmorgun og unnið var líka í gær fram undir miðnætti og fundir byrjuðu kl. átta daginn þar áður. Þetta fer að verða dálítið lýjandi, ekki það að ég kvarti, en hætt er við að hugsun þingmanna verði ekki alveg nógu skýr til að taka ákvörðun um svona mikilvæg mál sem við erum að ræða.