Stjórn fiskveiða

Miðvikudaginn 01. júní 2011, kl. 23:43:14 (0)


139. löggjafarþing — 139. fundur,  1. júní 2011.

stjórn fiskveiða.

826. mál
[23:43]
Horfa

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (S) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Eins og forseti veit sjálfur manna best erum við þingmenn að sjálfsögðu miklir vinnuþjarkar og ekki síst þeir þingmenn sem koma t.d. frá Siglufirði. Við erum ekkert að kvarta undan einhverju vinnuálagi eða slíku. Hins vegar viljum við þegar við erum í ræðustól og komum fram með spurningar og málefnaleg innlegg, m.a. í ljósi þeirra orða sem hafa fallið í ræðum stjórnarþingmanna fyrr í dag, þá viljum við fá tækifæri til að ræða þau álitaefni, sem fara bersýnilega á skjön við það frumvarp sem við ræðum, við forustumenn ríkisstjórnarinnar.

Ég fer að verða eins og Kato gamli. Ég fer með ræðu mína, ég vil óska þess að hæstv. forseti gefi svar við því hvar hæstv. forsætisráðherra og fjármálaráðherra eru núna þegar við ræðum þetta mál. Það er ekki þannig að við séum að (Forseti hringir.) fara gegn því að ræða þessi mál frekar en ég vil gjarnan fá að vita hvað líði því að þeir ráðherrar komi hingað og hlýði á ræður og spurningar þingmanna.