139. löggjafarþing — 139. fundur,  2. júní 2011.

stjórn fiskveiða.

826. mál
[00:01]
Horfa

Róbert Marshall (Sf) (um fundarstjórn):

Virðulegur forseti. Ég hvet forseta til að halda þessum fundi áfram og reyna að koma að eins mörgum ræðumönnum og mögulegt er. Nú á miðnætti á sjónum er að hefjast sex tíma vakt á togurum landsins sem stendur til kl. 6. Það er skemmtilegt fyrir þá sjómenn að geta fylgst með þeirri umræðu sem hér fer fram um sjávarútvegsmál. (Gripið fram í.) Ég vil líka vekja athygli á því að allar ræður eru teknar upp og hægt að finna þær á netinu þannig að sá hluti almennings sem er farinn að sofa getur horft á og hlustað á ræðurnar þar (Gripið fram í.) eða jafnvel fengið þær útprentaðar.

Ég vil líka minna hæstv. forseta á að í umræðum um vantrauststillögu sjálfstæðismanna á ríkisstjórnina á dögunum flutti ég ræðu mína án þess að nokkur sjálfstæðismaður væri í salnum. Nú krefjast þeir þess að ráðherrar flykkist hingað inn (Forseti hringir.) til að hlusta á þá. Batnandi mönnum er best að lifa. (Gripið fram í.)