139. löggjafarþing — 139. fundur,  2. júní 2011.

stjórn fiskveiða.

826. mál
[00:40]
Horfa

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (F) (andsvar):

Virðulegur forseti. Það er sífellt fleira að koma betur í ljós hjá þessari ríkisstjórn að hún minnir á stjórnir sósíalista í Austur-Evrópu, jafnvel kommúnista í Sovétríkjunum á sínum tíma. Eitt ræddum við áðan í því sambandi, ég og hv. þm. Ásbjörn Óttarsson, þ.e. hvernig reynt er í efnahagslegu ráðaleysi og óhagkvæmni, sem birtist m.a. í tillögum um sjávarútveginn, að finna óvini til að dreifa athyglinni. Þar hefur hæstv. forsætisráðherra því miður gengið alveg ótrúlega langt með því að tala illa um fólk sem er flest hvert bara að vinna heiðarlega vinnu en er notað af hæstv. forsætisráðherra sem einhvers konar grýlur til þess að (Forseti hringir.) dreifa athyglinni frá efnahagslegum vandræðum stjórnvalda.