139. löggjafarþing — 139. fundur,  2. júní 2011.

stjórn fiskveiða.

826. mál
[01:40]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Frú forseti. Ég ætla að láta sjálfum mér eftir að ákveða hverjum ég treysti og hverjum ekki. En það stendur í þessari umsögn að þetta séu markaðar tekjur og þær eru markaðar ákveðnum útgjöldum á þann hátt að hvorki er gætt jafnræðis milli einstaklinga né sveitarfélaga.

Það vill svo til að þó að það standi fremst í lögunum að fiskstofnarnir séu sameign þjóðarinnar fær það fólk sem býr í Mosfellsbæ eða Hveragerði ekkert af þessu auðlindagjaldi sem veitt er til sveitarfélaganna. Það er virkilega mismunun í þessu máli. Ég endurtek að það getur ekki verið pólitísk ákvörðun að brjóta stjórnarskrána. Ef jafnræði sveitarfélaganna og einstaklinga og borgara í landinu er brotið og stjórnarskráin þar af leiðandi ekki virt er það mjög alvarlegt mál.