Stjórn fiskveiða

Föstudaginn 10. júní 2011, kl. 23:04:21 (0)


139. löggjafarþing — 150. fundur,  10. júní 2011.

stjórn fiskveiða.

826. mál
[23:04]
Horfa

Frsm. meiri hluta sjútv.- og landbn. (Lilja Rafney Magnúsdóttir) (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég er ekki sammála hv. þingmanni að verið sé að taka mikla áhættu með þessu frumvarpi, þessu svokallaða litla frumvarpi. (Gripið fram í: Það veit það enginn.) (Gripið fram í: Þú veist það ekki.) Ég veit það mætavel því að það liggja fyrir úttektir frá Háskólanum á Akureyri um hvað greinin þolir, skuldir og annað sem hvílir (Gripið fram í.) á útgerð í landinu. (Gripið fram í.) Það liggur fyrir fjöldi skýrslna um þessa hluti. Þetta frumvarp lýtur fyrst og fremst, eins og ég nefndi áðan, að aðgerðum sem snúa að byggðunum hér og nú. Þetta eru hliðarráðstafanir. Ég vil segja að ef þetta yrði ekki lagt fram hér og nú mundi sú aflaaukning sem yrði renna sjálfkrafa á núverandi handhafa aflaheimilda. Það vill þessi ríkisstjórn ekki, hún vill að því verði deilt með ákveðnum hætti milli þeirra sem eru að koma inn í greinina, í byggðaaðgerðir, strandveiðar o.fl.