Stjórn fiskveiða

Laugardaginn 11. júní 2011, kl. 11:04:53 (0)


139. löggjafarþing — 151. fundur,  11. júní 2011.

stjórn fiskveiða.

826. mál
[11:04]
Horfa

Íris Róbertsdóttir (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Hv. þingmaður talar um að hann standi með hryggjarstykkinu í málinu. Mig langar að vitna aftur í það sem hefur komið fram og hv. þingmaður hefur tekið undir, að það sem eftir standi af frumvarpinu eigi að fara í gegn. Hagsmunaaðilar, þeir sem óneitanlega eru hagsmunaaðilar eins og hv. þingmaður bendir á, hafa gagnrýnt að ekki liggi fyrir mat á afleiðingunum. Hefði ekki verið betra að það lægi fyrir einhvers konar mat á þeim afleiðingum? Þó að það sé búið að gera ýmsar breytingar á frumvarpinu hefur verið gagnrýnt að ekkert liggi til grundvallar þeim breytingum sem verið er að gera, þar er ég að tala um mat á efnahagslegum áhrifum og afleiðingum frumvarpsins.