Stjórn fiskveiða

Laugardaginn 11. júní 2011, kl. 12:46:07 (0)


139. löggjafarþing — 151. fundur,  11. júní 2011.

stjórn fiskveiða.

826. mál
[12:46]
Horfa

Kristján Þór Júlíusson (S) (andsvar):

Forseti. Ég get alveg tekið undir þennan vinkil á umræðuna með hv. þingmanni. Vandinn við að fresta eingöngu 2. gr. eða taka hana eingöngu út úr þessari frumvarpsómynd er sá að aðrar greinar frumvarpsins hanga á henni og þá lenda menn í vandræðum. Ég deili þessum áhyggjum með hv. þingmanni af því þetta er svona hipsum haps og einhvern veginn hlunkað út án þess að með nokkrum hætti sé búið að gera grein fyrir því hvaða áhrif þetta hefur á tilteknar byggðir í plús eða mínus o.s.frv. Þannig hefur verið unnið að flestum breytingum í þessu kerfi allt frá árinu 1991. Ég var svo auðtrúa að ég hélt að komin væri sátt um að þannig ætluðum við ekki lengur að vinna.

Ég spyr að lokum hv. þingmann hvort honum þyki ekki nauðsynlegt að við fáum úttekt á kostum og göllum strandveiðikerfisins, byggðapottunum og félagslega kerfinu áður en við förum að úthluta einhverju fleiru eða stækka jafnvel þessa potta.