Stjórn fiskveiða

Laugardaginn 11. júní 2011, kl. 18:41:36 (0)


139. löggjafarþing — 153. fundur,  11. júní 2011.

stjórn fiskveiða.

826. mál
[18:41]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Við greiðum atkvæði um litla fiskveiðistjórnarfrumvarpið, mál sem hefur valdið miklum taugatitringi innan þings og utan. Út af hverju skyldi það nú vera? Frumvarp sem styrkir atvinnu, eflir byggðir og felur í sér jöfnunaraðgerðir á milli útgerðarflokka og skilar auknum arði til þjóðarinnar. (Gripið fram í: Jæja.) Jú, skyldi það nú ekki vera vegna þess að menn gera sér grein fyrir því að þetta mál er ísbrjótur í því sem koma skal. (Gripið fram í: Já.) Við ætlum að breyta stjórn fiskveiða í átt til réttlætis og jöfnuðar og til hagsældar fyrir þjóðina. Ég er stolt af því að vera þátttakandi í því að móta nýja stefnu í fiskveiðistjórnarkerfinu. Við erum á réttri leið þó að hún sé þyrnum stráð. Þjóðin kallar eftir breytingum og við erum að svara því kalli.

Ég vil að lokum þakka hv. sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd fyrir (Forseti hringir.) góða samvinnu í þessu máli.