Stjórn fiskveiða

Laugardaginn 11. júní 2011, kl. 18:47:02 (0)


139. löggjafarþing — 153. fundur,  11. júní 2011.

stjórn fiskveiða.

826. mál
[18:47]
Horfa

Einar K. Guðfinnsson (S):

Virðulegi forseti. Hér er verið að greiða atkvæði um 2. gr. Eins og menn vita var henni upphaflega teflt fram til þess að reyna að stuðla að meiri jöfnuði og sanngirni við það að fjármagna tilfærslubæturnar sem eru innbyggðar í fiskveiðistjórnarkerfið. Sú tillaga sem nú liggur fyrir er pólitísk niðurstaða stjórnarflokkanna. Hún er ekki viðunandi. Frá mínum bæjardyrum séð er hún þó skárri en óbreytt ástand og þess vegna kýs ég að sitja hjá.