Stjórn fiskveiða

Laugardaginn 11. júní 2011, kl. 18:49:05 (0)


139. löggjafarþing — 153. fundur,  11. júní 2011.

stjórn fiskveiða.

826. mál
[18:49]
Horfa

Bjarni Benediktsson (S):

Frú forseti. Fram hefur komið í meðförum þingsins að um það ákvæði sem greidd eru atkvæði um virðist vera sá samhljómur milli þeirra sem eru í útgerð í dag, að útfæra þurfi þessa hluti. Ég verð að segja fyrir mitt leyti að miðað við það hversu stórt mál hér er undir er það ekki boðlegt hvernig að því hefur verið staðið af hálfu ráðherrans, að kasta því hingað inn í þingið. Það er heldur ekki boðlegt fyrir Alþingi að vera sett í þá stöðu að þurfa að afgreiða mál af þessum toga á örfáum dögum. En eins og komið hefur fram hefur nefndin ekki einu sinni tíma til að funda sérstaklega um þessi mál. Það gildir um þessa grein eins og aðrar.

Það er þó mikilvægt að fram hafi komið í störfum þingsins og í umfjöllun um þá grein það viðhorf að við skulum stíga inn á þessar nýju lendur hvernig svigrúm (Forseti hringir.) fyrir pottana er skapað, en ég get ekki frekar en á við um aðrar greinar stutt hana í þeirri mynd (Forseti hringir.) sem hún nú er.