Stjórn fiskveiða

Laugardaginn 11. júní 2011, kl. 18:52:57 (0)


139. löggjafarþing — 153. fundur,  11. júní 2011.

stjórn fiskveiða.

826. mál
[18:52]
Horfa

Kristján L. Möller (Sf):

Hæstv. forseti. Eins og sjá má á atkvæðatöflu er hún dálítið litskrúðug. Mér sýnist þó að stjórnarflokkarnir standi við sitt og setji það fram, en hjá Framsókn og Sjálfstæðisflokki eru allir litir.

Virðulegi forseti. Hér er grunnprinsippið stigið, eins og kom fram í sjávarútvegsnefnd hjá aðilum í sjávarútvegi, að það skref er stigið að allir leggi í pottana. Hér hefur hins vegar tekist, sem er gott, að gera það sanngjarnara en leit út fyrir í byrjun vegna þess að sú leið var mjög ósanngjörn á þessu ári. Þess vegna er ég stoltur af því sem hér er sett fram að það er þó stigið skref til baka til að leggja í en ekki eins mikið og öfgafullar tilraunir voru í raun og veru um í byrjun. Þetta er málamiðlun sem gerð er, hún er það. Við skulum vona að hún sé kannski eitt skrefið að því að ná meiri sátt um fiskveiðistjórnarkerfið, verkefni (Forseti hringir.) sem við alþingismenn eigum fram undan á næstu mánuðum.