Stjórn fiskveiða

Laugardaginn 11. júní 2011, kl. 19:13:33 (0)

139. löggjafarþing — 154. fundur,  11. júní 2011.

stjórn fiskveiða.

826. mál
[19:13]
Horfa

Ásbjörn Óttarsson (S):

Virðulegi forseti. Ég geri hér grein fyrir breytingartillögu sem ásamt mér flytja hv. þm. Björn Valur Gíslason, Sigurður Ingi Jóhannsson og Björgvin G. Sigurðsson. Hún fjallar um að ný grein, bráðabirgðaákvæði, komi í frumvarpið. Breytingin verði sú að í staðinn fyrir 1. september 2011 standi 1. september 2012. Þar með verði þetta tekið inn í heildarendurskoðun á stjórn fiskveiða sem farið verður í í haust. Að öðru leyti skýrir tillagan sig sjálf.