Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála

Mánudaginn 05. september 2011, kl. 18:03:54 (0)


139. löggjafarþing — 157. fundur,  5. sept. 2011.

úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála.

709. mál
[18:03]
Horfa

Frsm. meiri hluta umhvn. (Mörður Árnason) (Sf) (andsvar):

Forseti. Það kom fram hjá hv. þingmanni, sem hefur deilt því með okkur, að það er ekki svo að í þeim Evrópulöndum sem hér voru nefnd til hafi framkvæmdir stöðvast eða þar ríki miðaldamyrkur og ótti og eymd yfir samfélögunum þó að þau hafi farið þá leið sem Árósasamningurinn gefur fullt tilefni til, að taka upp almenna málskotsheimild eða fara mjög nærri því í annaðhvort dómstóla- eða stjórnsýsluleiðinni. Ég þakka honum fyrir þau svör.