Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála

Þriðjudaginn 06. september 2011, kl. 11:12:18 (0)


139. löggjafarþing — 158. fundur,  6. sept. 2011.

úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála.

709. mál
[11:12]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (Hr) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Á sama tíma og ég fagna því að þetta frumvarp og endanleg fullgilding Árósasamninganna sé að verða að lögum hryggir það mig mjög mikið að ákveðið hafi verið að semja um að taka út almenna málskotsaðild og mun ég greiða atkvæði gegn því. Um það sem meiri hlutinn samþykkti áður og var ákveðið að aftengja í gær sagði meiri hlutinn áður en ákveðið var að ganga frá hrossakaupum:

„Meiri hlutinn telur almenna kæruaðild í þessum tilvikum eðlilega skipan hérlendis. Veldur þar annars vegar að á Íslandi er samfélag fáliðans þar sem þau gildi standa djúpum rótum að virða beri viðhorf og sjónarmið hvers einstaklings, en hins vegar að ekki er um að ræða aðra sambærilega kosti sem styðjist við sérstaka hefð í réttarfari eða stjórnsýslu.“

Það er líka merkilegt að Sjálfstæðisflokkurinn skuli vera á móti því að einstaklingar geti gert eitthvað. (MÁ: Heyr.)