Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála

Þriðjudaginn 06. september 2011, kl. 11:14:20 (0)


139. löggjafarþing — 158. fundur,  6. sept. 2011.

úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála.

709. mál
[11:14]
Horfa

Birgir Ármannsson (S):

Hæstv. forseti. Sú grein sem hér er til atkvæða snýst um það hvernig kærunefndin er skipuð. Í breytingartillögu meiri hlutans er gert ráð fyrir því að fallið verði frá því sem gert var ráð fyrir í upphaflegu frumvarpi um að inn í nefndina kæmu tilnefndir fulltrúar frá annars vegar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu og hins vegar iðnaðarráðuneytinu. Eins og fram kemur í nefndaráliti okkar í minni hlutanum teljum við það eðlilegt í ljósi verksviðs nefndarinnar að þessir ráðherrar tilnefni sérfræðinga eins og gerð er grein fyrir í upphaflegu frumvarpi og munum við ekki styðja breytingartillögur meiri hlutans af þeim sökum. Í ljósi þess að sátt virðist vera að nást um meginatriði frumvarpsins greiðum við ekki atkvæði gegn breytingartillögunni heldur.