Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála

Þriðjudaginn 06. september 2011, kl. 11:25:19 (0)


139. löggjafarþing — 158. fundur,  6. sept. 2011.

úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála.

709. mál
[11:25]
Horfa

Álfheiður Ingadóttir (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Það er erfitt að sitja undir því og biðja of seint um að fá að gera grein fyrir atkvæði sínu þegar vegið er að afstöðu manna og heillar stjórnmálahreyfingar. Það er nýtt Alþingi sem hér sýnir þann kjark að innleiða Árósasamninginn sem hefur verið baráttumál Vinstri grænna og annarra umhverfisverndarsinna innan þings og utan í meira en áratug. Það er fagnaðarefni að svo víðtæk sátt skuli hafa náðst um það og það er miður að ekki skuli allir alþingismenn hafa kjark til að vera með á þeirri vegferð.