Gjaldeyrismál og tollalög

Miðvikudaginn 07. september 2011, kl. 15:57:48 (0)


139. löggjafarþing — 159. fundur,  7. sept. 2011.

gjaldeyrismál og tollalög.

788. mál
[15:57]
Horfa

Frsm. 2. minni hluta efh.- og skattn. (Birkir Jón Jónsson) (F) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Ég ætla að taka undir þær óskir frá formanni Framsóknarflokksins og varaformanni Sjálfstæðisflokksins að hlé verði gert á þessari umræðu, sérstaklega í ljósi þess að hér er verið að brjóta samkomulag sem gert var á síðasta vori. Í greinargerð frá efnahags- og skattanefnd, með leyfi frú forseta, segir:

„Efnahags- og skattanefnd mun áður en nefndafundir og þingfundir hefjast í september óska eftir lagalegri og hagfræðilegri úttekt á frumvarpi ráðherra og einstökum greinum þess. Meta þarf hvort lögfesting þess veiti Seðlabanka Íslands nægilegan sveigjanleika til að bregðast skjótt við leka í gjaldeyrishöftum samhliða losun þeirra samkvæmt áætluninni.“

Nú er það ljóst, og ég held að það sé óumdeilt, að þetta hefur ekki verið gert. Í ljósi þess hve málið er mikilvægt hvet ég frú forseta, og líka í ljósi þess hversu greinilegt brot þetta er á því samkomulagi sem gert var í vor, að þessari umræðu verði frestað og forustumenn þingflokka eða forustumenn stjórnmálaflokkanna komi saman og ræði þessi mál.