Gjaldeyrismál og tollalög

Miðvikudaginn 07. september 2011, kl. 15:59:02 (0)


139. löggjafarþing — 159. fundur,  7. sept. 2011.

gjaldeyrismál og tollalög.

788. mál
[15:59]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Ég vil benda á sama atriði og hv. þingmaður sem talaði hér síðast. Mér líður stundum, frú forseti, eins og manni sem siglir í skipi um skerjagarð og búið að draga fyrir alla glugga. Þannig er þjóðfélaginu stýrt í dag, (Gripið fram í.) og ég á að beygja til hægri eða vinstri og ég veit ekkert hvað er fram undan, hvort það er sker hægra megin eða vinstra megin.

Óskað var eftir því í hv. efnahags- og skattanefnd að fram færi úttekt á því hvað mundi gerast eftir því hvort frumvarpið um lögbindingu mundi verða fest í sessi eða ekki. Það var ekki gert. Við höldum áfram að sigla með byrgt fyrir alla glugga.