Gjaldeyrismál og tollalög

Miðvikudaginn 07. september 2011, kl. 17:17:37 (0)


139. löggjafarþing — 159. fundur,  7. sept. 2011.

gjaldeyrismál og tollalög.

788. mál
[17:17]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Ég ætla að vera jákvæðari en síðasti hv. ræðumaður og vonast til þess að allir sýni sanngirni í þessu máli. Ég legg til að alþingismenn allir, ríkisstjórnin og aðilar sem að þessu máli geta komið utan þings vinni að sameiginlegum reglum til að afnema gjaldeyrishöftin, það er enginn maður hlynntur gjaldeyrishöftum.

Ég legg til að við leggjum öll saman krafta okkar. Í hv. efnahags- og skattanefnd er fjöldi af sérfræðingum, óvenjumargir sérfræðingar og margir sérfræðingar utan þings sem hafa lagt sitt til málanna. Ég legg til að nú vinnum við öll að þessu máli í tvo til þrjá mánuði og afnemum svo gjaldeyrishöftin sem allir hafa lýst yfir að séu af hinu illa.

Ég vil leggja til við frú forseta að hún taki þessari vel meintu tillögu minni af velvild.