Gjaldeyrismál og tollalög

Miðvikudaginn 07. september 2011, kl. 20:08:17 (0)


139. löggjafarþing — 159. fundur,  7. sept. 2011.

gjaldeyrismál og tollalög.

788. mál
[20:08]
Horfa

Frsm. 2. minni hluta efh.- og skattn. (Birkir Jón Jónsson) (F) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir yfirgripsmikla ræðu. Þar sem ætlunin með frumvarpinu er að framlengja gjaldeyrishöftin til ársloka 2015, langar mig í fyrsta lagi að spyrja hv. þingmann hvort það komi ekki spánskt fyrir sjónir, í ljósi orða seðlabankastjóra í Morgunblaðinu í dag en hann telur að afnema verði höftin hið fyrsta eða mun fyrr. Hann segir að samkvæmt sínum áætlunum verði það gert mun fyrr en þarna er lagt til. Fyrsta spurning mín til hv. þingmanns er því þessi: Erum við ekki að gefa röng skilaboð með því að ætla að hafa lögin svona lengi í gildi?

Mig langar í öðru lagi að spyrja hv. þingmann hvað henni finnist um að lesa í greinargerð að fara eigi fram ítarleg lögfræðileg og hagfræðileg úttekt á frumvarpinu og hvort henni finnist nóg að gert í þeim efnum.