Gjaldeyrismál og tollalög

Miðvikudaginn 07. september 2011, kl. 21:35:05 (0)


139. löggjafarþing — 159. fundur,  7. sept. 2011.

gjaldeyrismál og tollalög.

788. mál
[21:35]
Horfa

Frsm. 1. minni hluta efh.- og skattn. (Lilja Mósesdóttir) (U) (andsvar):

Herra forseti. Eins og oft áður erum við hv. þm. Birkir Jón Jónsson sammála um að tímabilið frá hruni hafi einkennst af tíma hinna glötuðu tækifæra, því miður. Þetta er alla vega niðurstaða mín eftir að hafa litið yfir farinn veg. Þessi glötuðu tækifæri felast m.a. í því að okkur hefur ekki tekist, þrátt fyrir nafngift ríkisstjórnarinnar, að byggja hér upp norrænt velferðarkerfi. Ástæða þess er sú að við höfum ekki hallað okkur nógu þétt upp að öðrum Norðurlandaþjóðum. Ég hefði viljað sjá okkur ræða og fara formlega fram á aðstoð t.d. Norðmanna varðandi lánveitingar og jafnframt ræða við þá og Svía um upptöku norræns gjaldmiðils. Því miður var sú leið ekki farin heldur fórum við til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem er þekktur fyrir það að endurreisa (Forseti hringir.) aftur sama kerfi og hrundi.