Heildarendurskoðun á Stjórnarráði Íslands

Föstudaginn 16. september 2011, kl. 13:33:10 (0)


139. löggjafarþing — 165. fundur,  16. sept. 2011.

heildarendurskoðun á Stjórnarráði Íslands.

675. mál
[13:33]
Horfa

Frsm. meiri hluta allshn. (Róbert Marshall) (Sf):

Virðulegur forseti. Ég mæli fyrir nefndaráliti um frumvarp til laga um Stjórnarráð Íslands og frumvarp til laga um breytingar á ýmsum lögum vegna heildarendurskoðunar á lögum um Stjórnarráð Íslands.

Þetta er fyrst og fremst tæknilegs eðlis. Hér er um að ræða frumvarp sem felur í sér breytingar á ýmsum lögum sem leiðir af því frumvarpi sem hefur verið hér til viðamikillar umræðu á þinginu síðustu daga. Ég ætla því ekki að fjölyrða um það nefndarálit sem liggur fyrir. Það var afgreitt frá allsherjarnefnd með stuðningi meiri hluta nefndarinnar, þingmönnum stjórnarflokkanna auk fulltrúa Hreyfingarinnar. Leggur meiri hlutinn til að það verði samþykkt.