Aðgerðir Bandaríkjamanna vegna hvalveiða Íslendinga

Föstudaginn 16. september 2011, kl. 13:36:50 (0)


139. löggjafarþing — 165. fundur,  16. sept. 2011.

aðgerðir Bandaríkjamanna vegna hvalveiða Íslendinga.

[13:36]
Horfa

Mörður Árnason (Sf):

Virðulegur forseti. Fréttir dagsins eru þær að Bandaríkjaforseti hafi skrifað sínu fólki ákveðið erindisbréf og með þeim texta er hafin deila milli bandarískra og íslenskra stjórnvalda eða komin á nýtt stig. Hvaða álit sem menn hafa á efni erindis Bandaríkjaforseta hljótum við að vera sammála um að þetta er alvarlegt mál og kemur sér ekki vel fyrir Íslendinga eða íslensk stjórnvöld. Þetta hlýtur að verða rætt á Alþingi.

Ég fer fram á það við forseta að hann athugi hvort heppilegt sé að ráðherra sjávarútvegsmála eða utanríkismála, annar eða báðir, flytji þinginu skýrslu í munnlegu formi samkvæmt 3. mgr. 45. gr. þingskapa, og legg áherslu á að það verði kynnt, hvort þetta geti gengið fyrir lok þessa þings.