Aðgerðir Bandaríkjamanna vegna hvalveiða Íslendinga

Föstudaginn 16. september 2011, kl. 13:38:00 (0)


139. löggjafarþing — 165. fundur,  16. sept. 2011.

umræða um dagskrármál.

[13:38]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti. Ég er orðinn dálítið áttavilltur. Samkvæmt dagskrá er 1. mál um Stjórnarráð Íslands en síðan er tekið fyrir eitthvert mál sem er langt fyrir aftan. Ég hljóp til og ætlaði að reyna að ná í þingskjöl en náði því ekki af því að svo mikill fjöldi er af þingskjölum þarna frammi og ekki sérstaklega skipulagt, þannig að ég náði ekki að finna þingskjölin til að fara í þetta mál, sem ég held að hafi verið nr. 36, um ákvörðun EES-nefndarinnar. Mér finnst þetta ekki vera nógu góð vinnubrögð. Ég þekki ekki neitt samkomulag. Þingflokksfundir hafa ekki verið haldnir.

Ég held að við ættum að gera hlé í 20 mínútur þannig að þingflokkar geti komið saman og upplýst þingmenn um ef svo er að eitthvert samkomulag hafi verið gert.