Stjórnarráð Íslands

Föstudaginn 16. september 2011, kl. 20:07:22 (0)


139. löggjafarþing — 165. fundur,  16. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[20:07]
Horfa

Þór Saari (Hr) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Þetta mál þokast áfram. Í upphafi kom þetta sem gallað frumvarp í þingið og er dæmigert um frumvörp sem eiga að vinnast með öðrum hætti en gert hefur verið, þ.e. að embættismenn í forsætisráðuneytinu semji þau alfarið. Engu er líkara en það hafi verið samið til að komast fram hjá niðurstöðum þeirra skýrslna sem vísað er til í því en sem betur fer og fyrir valinkunna verkkunnáttu hv. formanns allsherjarnefndar Róberts Marshalls hefur það tekið grundvallarbreytingum.

Það skiptir hins vegar höfuðmáli að breytingartillögur sem liggja frammi við frumvarpið nái allar fram að ganga. Ef þær ná ekki allar fram að ganga er verr af stað farið en ekki því frumvarpið er meingallað eins og það liggur fyrir óbreytt. Ég hvet alla þingmenn til að taka vel undir breytingartillögurnar.