Stjórnarráð Íslands

Föstudaginn 16. september 2011, kl. 20:12:09 (0)


139. löggjafarþing — 165. fundur,  16. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[20:12]
Horfa

Mörður Árnason (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Ég sem allsherjarnefndarmaður og samfylkingarmaður er aðili að því samkomulagi sem hér er í uppsiglingu um þessa grein og aðrar í frumvarpinu sem deilur hafa staðið um. Ég vil hins vegar taka fram af þessu tilefni að ég harma mjög að við skyldum ekki hafa komist að betri niðurstöðu í þessu. Ég tel að þetta eigi að vera eins og í Noregi, Svíþjóð og Danmörku, sem ég hef nefnt nokkuð í þessum umræðum, það bæti starf Alþingis, geri það skilvirkara og efli eftirlitshlutverk þess að hafa það þannig að framkvæmdarvaldinu sé sinnt og löggjafarvaldinu sinnt. Það er þess vegna með harm í huga sem ég hlýði á þá tillögu hv. þm. Róberts Marshalls að þetta verði kallað til 3. umr.