Stjórnarráð Íslands

Föstudaginn 16. september 2011, kl. 20:19:20 (0)


139. löggjafarþing — 165. fundur,  16. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[20:19]
Horfa

Birgir Ármannsson (S):

Hæstv. forseti. Breytingartillagan sem hér er til atkvæða er afrakstur umræðna sem áttu sér stað í allsherjarnefnd, m.a. um það hversu nákvæmar fundargerðir skulu vera. Ég hef verið þeirrar skoðunar að ákvæðið eins og það er orðað í breytingartillögu hv. þm. Þórs Saaris gangi fulllangt, ég hef t.d. talið nægilegt að það sé möguleiki fyrir ráðherra að bóka afstöðu sérstaklega en óþarfi sé að tilgreina afstöðu ráðherra til allra þeirra fjölmörgu mála sem geta komið fyrir á ríkisstjórnarfundi. Að okkar mati er óþarflega langt gengið í þessari breytingartillögu og því getum við ekki stutt hana.