Stjórnarráð Íslands

Föstudaginn 16. september 2011, kl. 20:21:41 (0)


139. löggjafarþing — 165. fundur,  16. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[20:21]
Horfa

Róbert Marshall (Sf):

Virðulegur forseti. Við greiðum atkvæði um lið sem náðist ekki sátt um í nefndinni. Í þessu efni er engin flokkslína heldur hafa þingmenn sömu flokka mjög ólíkar skoðanir á þessu. Ég er mjög hlynntur þessari grein og breytingartillögu hv. þm. Þórs Saaris. Ég þykist vita að samflokksmenn mínir, a.m.k. sumir sem sátu í nefndinni, séu það ekki. Þetta felur einfaldlega í sér nákvæmari lýsingu á þeim atriðum sem færa á til bókar í fundargerðir ríkisstjórnar. Ég segi já.