Stjórnarráð Íslands

Föstudaginn 16. september 2011, kl. 20:28:54 (0)


139. löggjafarþing — 165. fundur,  16. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[20:28]
Horfa

Þór Saari (Hr):

Frú forseti. Þetta er ein af þeim mikilvægustu breytingum sem gerðar hafa verið á frumvarpinu. Verið er að tryggja rekjanleika og upplýsingar þó að allt að því 30 ár líði þangað til upplýst er um hvað menn hafa haft fram að færa á ríkisstjórnarfundum. Þetta er mjög mikilvæg tilraun til að stöðva þá leyndarhyggju sem hefur verið alls ráðandi í stjórnsýslunni áratugum saman. Það er mjög mikilvægt að við förum eftir þeim leiðbeiningum sem okkur voru gefnar í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis, í skýrslu þingmannanefndar Alþingis sem var samþykkt 63:0, í skýrslu starfshóps forsætisráðherra um breytingar á Stjórnarráðinu, sem og í skýrslunni Samhent stjórnsýsla. Þetta er skref í þá átt og ég skora á þingmenn að taka vel undir þessa breytingartillögu. Annað væri ekki sæmilegt sé miðað við þær skýrslur sem um hefur verið talað.