Stjórnarráð Íslands

Föstudaginn 16. september 2011, kl. 20:48:32 (0)


139. löggjafarþing — 165. fundur,  16. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[20:48]
Horfa

Róbert Marshall (Sf):

Virðulegur forseti. Þau okkar sem vorum aðstoðarmenn ráðherra í hrunvikunni 2008 munum eftir því hvernig var að ganga í gegnum þá tíma (Gripið fram í.) og hafa ekki neina burði eða tök á því að ráða á skömmum tíma inn í ráðuneytin, bregðast við neyðarástandi sem blasti við þjóðinni, færa á milli ráðuneyta fólk sem gæti komið til aðstoðar þar sem virkilega þurfti.

Þetta er heimildarákvæði sem við búum til hér. Það er ekki þar með sagt að við séum að fjölga aðstoðarmönnum með þessu, það ræðst að sjálfsögðu af þeim fjárheimildum sem ráðuneytin hafa. Þetta sýnir vilja til að auka getu stjórnsýslunnar til að bregðast við neyðarástandi eða hverjum þeim krísum sem upp kunna að koma.