Mótun þjóðaröryggisstefnu fyrir Ísland

Föstudaginn 16. september 2011, kl. 21:23:00 (0)


139. löggjafarþing — 165. fundur,  16. sept. 2011.

mótun þjóðaröryggisstefnu fyrir Ísland.

723. mál
[21:23]
Horfa

Ragnheiður E. Árnadóttir (S):

Virðulegi forseti. Þrátt fyrir að hugmyndin um mótun þjóðaröryggisstefnu fyrir Ísland sé ágæt í sjálfu sér þá mun ég ekki styðja þessa tillögu eins og hún er lögð fram hér. Þarna setur hæstv. utanríkisráðherra saman nefnd tíu þingmanna sem eiga að fjalla um málefni sem að stórum hluta til heyra undir annan ráðherra, hæstv. innanríkisráðherra. Þarna má nefna skipulagða glæpastarfsemi, netglæpi, hryðjuverk, náttúruhamfarir o.fl.

Þó að hugmyndin um að kortleggja þjóðaröryggisstefnu fyrir Ísland sé ágæt, eins og ég sagði, þá er verkaskiptingin mjög óljós og forsendur að baki tillögunni óljósar og sumar rangar. Ég legg því til í minnihlutaáliti sem við fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í utanríkismálanefnd leggjum fram við málið, að réttast sé að fresta þessu og leggja málið fram t.d. þegar verkaskipting (Forseti hringir.) milli þessara tveggja ráðuneyta hefur verið ákveðin.