Fæðingar- og foreldraorlof

Föstudaginn 16. september 2011, kl. 21:26:37 (0)


139. löggjafarþing — 165. fundur,  16. sept. 2011.

fæðingar- og foreldraorlof.

748. mál
[21:26]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti. Við greiðum atkvæði um breytingartillögu frá meiri hluta hv. félagsmálanefndar um atriði sem varðar hvort fæðingarorlof sé greitt til manna sem flytja milli landa. Það er ágreiningur um þetta í ESA og Íslendingar fá ekki greitt fæðingarorlof þegar þeir fara til annarra landa og eiga börn þar. Við vildum því að þetta yrði sett í ágreining við ESA og úr þessu skorið þannig að Íslendingar gætu veifað þeim úrskurði þegar þeir færu til útlanda og þyrftu að njóta réttar þar. Þess vegna get ég hvorki greitt atkvæði með breytingartillögunni né tillögunni sjálfri og greiði atkvæði gegn þessu.