Virðisaukaskattur o.fl.

Föstudaginn 16. september 2011, kl. 21:54:07 (0)


139. löggjafarþing — 165. fundur,  16. sept. 2011.

virðisaukaskattur o.fl.

898. mál
[21:54]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Hér er að koma til atkvæða við 2. umr. frumvarp til laga um lækkun á virðisaukaskatti á tónlist og bækur sem miðlað er á rafrænu formi, sömuleiðis afnám tolla og vörugjalda á ýmsum tækjum sem notuð eru til að neyta tónlistar og rafbóka, og er fyrst og fremst til þess að örva rafbókavæðingu Íslands og skapa góð almenn skilyrði fyrir skapandi greinar í landinu.

Ég vil þakka nefndarmönnum í efnahags- og skattanefnd góða samvinnu og samstöðu um þessar skattalækkanir.