Virðisaukaskattur o.fl.

Föstudaginn 16. september 2011, kl. 21:57:29 (0)


139. löggjafarþing — 165. fundur,  16. sept. 2011.

virðisaukaskattur o.fl.

898. mál
[21:57]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Við erum að greiða atkvæði um að lækka skatta á ýmsum tækjum sem líkjast bókum, upptökutækjum og slíku, og hefur ekkert með það að gera að það á að fara að hljóðrita ríkisstjórnarfundi. [Hlátur í þingsal.] Þetta er skattalækkun og ég gleðst ævinlega yfir slíku. Því miður kom hún ekki frá ríkisstjórninni enda hefði ég þá orðið hissa.