Skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða

Föstudaginn 16. september 2011, kl. 22:04:05 (0)


139. löggjafarþing — 165. fundur,  16. sept. 2011.

skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða.

19. mál
[22:04]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Unnið er að rannsókn á hlut lífeyrissjóðanna í hruninu og því sem þar mætti betur fara, undir forustu Hrafns Bragasonar, fyrrverandi forseta Hæstaréttar. Við eigum von á niðurstöðum þeirrar rannsóknar á næstu mánuðum. Á grundvelli hennar verður unnið að heildarendurskoðun á lagaumhverfi lífeyrissjóðanna í landinu. Sú breyting sem ég hef hér flutt og verður vonandi að lögum á morgun er ákaflega einföld. Hún felst einfaldlega í því að afnema bann við því að lífeyrissjóðirnir kaupi íbúðarhúsnæði, enda muni reynsla síðustu ára hafa sýnt okkur að í mörgu vitlausara hafa lífeyrissjóðirnir fjárfest en steinsteypu.