Sveitarstjórnarlög

Laugardaginn 17. september 2011, kl. 12:47:23 (0)


139. löggjafarþing — 166. fundur,  17. sept. 2011.

sveitarstjórnarlög.

726. mál
[12:47]
Horfa

Lúðvík Geirsson (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Sveitarfélögin hafa nú síðustu ár leitað allra leiða til að draga úr rekstrarkostnaði og meðal annars leitað samstarfs við stjórnvöld um hagræðingu í sínum stærsta útgjaldalið sem er skólakerfið en hafa ekki haft árangur sem erfiði. Mér finnst það því ekki eiga við við þessar aðstæður að Alþingi sé á sama tíma nú að afgreiða tillögur sem eru beinlínis til að auka rekstrar- og stjórnunarkostnað sveitarfélaganna og styð því tillögu Marðar Árnasonar.