Sveitarstjórnarlög

Laugardaginn 17. september 2011, kl. 12:47:59 (0)


139. löggjafarþing — 166. fundur,  17. sept. 2011.

sveitarstjórnarlög.

726. mál
[12:47]
Horfa

Birgir Ármannsson (S) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Ég kem hingað upp til að lýsa stuðningi við þessa breytingartillögu hv. þm. Marðar Árnasonar. Sem íbúi í Reykjavík er ég ekkert spenntur fyrir því að borgarfulltrúum verði fjölgað en burt séð frá því þá er ég sem þingmaður á Alþingi Íslendinga þeirrar skoðunar að það eigi að vera mál borgarstjórnar í Reykjavík að ákveða fjölda borgarfulltrúa. Ég held að sveitarstjórnarmenn eigi að taka ákvörðun um slíka hluti sjálfir og bera þá síðan undir kjósendur sína, taka ábyrgð á slíkum ákvörðunum gagnvart kjósendum sínum.

Tillaga hv. þm. Marðar Árnasonar gengur í þá átt sem ég vil helst í þessu máli og ég hlýt því að styðja hana við þessa atkvæðagreiðslu.