Sveitarstjórnarlög

Laugardaginn 17. september 2011, kl. 12:54:59 (0)


139. löggjafarþing — 166. fundur,  17. sept. 2011.

sveitarstjórnarlög.

726. mál
[12:54]
Horfa

Álfheiður Ingadóttir (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Það væri kannski eina leiðin til að fjölga fulltrúum þess flokks í borgarstjórn. En ég er komin hingað til að lýsa mikilli andstöðu við þessa tillögu hv. þm. Marðar Árnasonar o.fl. Af hverju á Alþingi að undanþiggja Reykjavíkurborg því að hlíta ákveðnum reglum um fjölda borgarfulltrúa? Af hverju ekki Akureyri? Af hverju eiga ekki Hafnfirðingar að fá að ráða því hversu marga borgarfulltrúa þeir hafa? Af hverju ekki Snæfellsbær? Hvað á það að þýða að kalla það gerræðislegt og að taka fram fyrir hendurnar á borgarfulltrúum í Reykjavík en ekki þegar verið er að binda hendur bæjarfulltrúa í öðrum og smærri sveitarfélögum í landinu? Ég vek athygli á því: Hvers á Garðabær að gjalda? Það er verið að breyta fjölda bæjarfulltrúa þar, ef menn vilja vera samkvæmir sjálfum sér, með „gerræðislegum hætti“. (Gripið fram í: Rétt.)