Sveitarstjórnarlög

Laugardaginn 17. september 2011, kl. 13:03:59 (0)


139. löggjafarþing — 166. fundur,  17. sept. 2011.

sveitarstjórnarlög.

726. mál
[13:03]
Horfa

Þráinn Bertelsson (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Alveg síðan á dögum Þorgeirs ljósvetningagoða á Alþingi Íslendinga hefur það þótt góður siður að allir landsmenn hefðu ein lög og ein lög giltu fyrir alla landsmenn án tillits til hvar þeir væru búsettir. Ég ætla því sem þingmaður hins fallega kjördæmis Reykjavík norður að afþakka einhverja sérstöðu Reykjavíkur eins og farið er fram á í undarlegri breytingartillögu hv. þm. Marðar Árnasonar.