Gjaldeyrismál og tollalög

Laugardaginn 17. september 2011, kl. 13:27:57 (0)


139. löggjafarþing — 166. fundur,  17. sept. 2011.

gjaldeyrismál og tollalög.

788. mál
[13:27]
Horfa

Tryggvi Þór Herbertsson (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Það má öllum vera ljóst sem fylgst hafa með umræðum um efnahagsmál að það hafa staðið miklar deilur um gjaldeyrishöftin alveg frá því vorið 2009. Í efnahagstillögum okkar sjálfstæðismanna sem við settum fram í þingsályktunartillögu vorið 2009 var lýst leiðum hvernig mætti losna úr gjaldeyrishöftum og sumt af þeim tækjum sem þar var talað um er verið að nota í dag. Við endurtókum þetta haustið 2009 og 2010 og töluðum um hvað væri brýnt að afnema gjaldeyrishöftin til að íslenskt efnahagslíf gæti náð sér á strik.

Hæstv. fjármálaráðherra og hæstv. efnahagsráðherra halda því fram að þetta sé stuðningsyfirlýsing við efnahagsstefnu og stjórn ríkisstjórnarinnar. Við þessa herramenn vil ég segja: Fyrir ykkur gæti legið að verða atvinnuspaugarar ef þið dettið út af Alþingi. [Hlátur í þingsal.]