Sveitarstjórnarlög

Laugardaginn 17. september 2011, kl. 17:38:00 (0)


139. löggjafarþing — 167. fundur,  17. sept. 2011.

sveitarstjórnarlög.

726. mál
[17:38]
Horfa

innanríkisráðherra (Ögmundur Jónasson) (Vg):

Hæstv. forseti. Eins og fram hefur komið við umræðuna er ég mjög andvígur þessari breytingartillögu. Sveitarstjórnarlög eru sett sem lagarammi fyrir sveitarstjórnarstigið. Þar á af sanngirni að gæta hagsmuna þeirra sem fara með stjórnina í sveitarfélögum og hinna sem lúta stjórn.

Einn mikilvægasti þáttur þessa frumvarps er lýðræðisþátturinn. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að fimmtungur kjósenda í sveitarfélagi geti krafist almennrar atkvæðagreiðslu um það sem hugur þeirra stendur til. Núna ætla þeir sem eru stjórnunarmegin í tilverunni að þrengja lýðræðisþáttinn, hækka þröskuldinn til að krefjast atkvæðagreiðslu og þrengja málefnasviðið. Þetta er gert þrátt fyrir það að niðurstaða í atkvæðagreiðslu er ekki bindandi, nokkuð sem hefur verið gagnrýnt hér mjög mikið. Þetta er atkvæðagreiðsla um lýðræði annars vegar og fulltrúavald hins vegar. Ég segi nei og hvet alla til að segja nei og styrkja lýðræðisþróun í landinu.