Fjáraukalög 2010

Fimmtudaginn 25. nóvember 2010, kl. 14:53:11 (0)


139. löggjafarþing — 35. fundur,  25. nóv. 2010.

fjáraukalög 2010.

76. mál
[14:53]
Horfa

Frsm. meiri hluta fjárln. (Oddný G. Harðardóttir) (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég segi um þetta að ég vænti mikils af vinnu hv. þingmanns við breytingu á vinnulagi varðandi framkvæmd fjárlaga og að við stöndum saman, ég og hann, í því að gera þessa vinnu markvissa og skilvirka. En auðvitað getum við ekki, alveg sama hve gott vinnulagið er, komið í veg fyrir að eitthvað óvænt gerist og að bregðast þurfi við óvæntum atburðum með stuttum fyrirvara. En við getum sett fram vinnuferlið og vandað okkur betur við það og fengið alla með okkur í þá vegferð.