Fjáraukalög 2010

Mánudaginn 06. desember 2010, kl. 18:41:43 (0)


139. löggjafarþing — 42. fundur,  6. des. 2010.

fjáraukalög 2010.

76. mál
[18:41]
Horfa

Frsm. meiri hluta fjárln. (Oddný G. Harðardóttir) (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Eins og fulltrúar frá Ríkisendurskoðun, Fjársýslu og fjármálaráðuneyti sögðu þegar þeir fóru yfir málin með fjárlaganefnd þar sem hv. þingmaður sat fundinn — það var farið ákaflega vel yfir þessi mál. Auðvitað eru það mistök að létta ekki af ríkisábyrgðinni einhvern tíma á þessari leið, það eru mistök. En þegar kemur að þessum gjörningi að færa frá gamla bankanum yfir í nýja verður jafnræði að ríkja í hlutunum. Innlánin voru færð yfir en annað var skilið eftir. Það voru innlendar eignir sem voru færðar á móti.

Mér finnst skuldbindingin ljós og það sem við leggjum til er að færa skuldbindinguna yfir í efnahagsreikning. Það er það sem málið snýst um og við munum greiða atkvæði um það en ekki hvenær mistökin voru gerð. En það voru vissulega gerð mistök hvað þessar ríkisábyrgðir varðar.