Fjáraukalög 2010

Þriðjudaginn 07. desember 2010, kl. 14:59:28 (0)


139. löggjafarþing — 43. fundur,  7. des. 2010.

fjáraukalög 2010.

76. mál
[14:59]
Horfa

Kristján Þór Júlíusson (S):

Forseti. Hér er tiltölulega einföld tillaga, ein setning. Þar er um að ræða útgjöld upp á 33 milljarða. Enn og aftur er þetta dæmi um verklagið sem viðhaft er. Menn geta sökkt sér ofan í það að telja mínútur ef þeir vilja en það væri meira virði fyrir alla að horfa til þess hvernig þetta er unnið. Hér er tillaga sem hv. formaður fjárlaganefndar er send fram með eftir úttekt málsins úr nefndinni. Upp á hvað hljóðar hún? Heimild til þess að taka 33 milljarða að láni. Hvers vegna? Vegna þess að það gleymdist að biðja um það. Þótt tillagan liggi hér fyrir vantar enn breytingartillögu og leiðréttingu á 2. gr. fjáraukalaganna. Hún er ekki enn komin fram þótt vakin hafi verið athygli á þessu. Þannig að eftir afgreiðslu fjáraukalaganna hér á eftir er fjáraukinn enn þá rangur; 2. gr. er ekki rétt upp sett. (Gripið fram í: Hneyksli.)