Fjáraukalög 2010

Þriðjudaginn 07. desember 2010, kl. 15:02:01 (0)


139. löggjafarþing — 43. fundur,  7. des. 2010.

fjáraukalög 2010.

76. mál
[15:02]
Horfa

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (S):

Frú forseti. Fjáraukalögin eru fyrir ófyrirséðum útgjöldum og á öðrum stað í frumvarpinu er einmitt séð fyrir slíkum ófyrirséðum útgjöldum; náttúruhamfarirnar á Suðurlandi, eðlilegt og sjálfsagt að verða við þeim.

Í apríl síðastliðnum svaraði hæstv. fjármálaráðherra hv. þm. Ragnheiði Ríkharðsdóttur um málefni Íbúðalánasjóðs. Þá lá algjörlega ljóst fyrir að bregðast þyrfti við þeim vanda sem Íbúðalánasjóður stendur frammi fyrir. Vinnubrögðin eru ófullnægjandi og myndin er algjörlega óskýr og óviss eins og kom svo berlega fram í ræðu hv. þm. Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur í gær.

Við sitjum hjá við þessa atkvæðagreiðslu þar sem við sjáum ekki fram á að nein sviðsmynd liggi fyrir hvað varðar Íbúðalánasjóð.