Fjáraukalög 2010

Þriðjudaginn 07. desember 2010, kl. 15:08:55 (0)


139. löggjafarþing — 43. fundur,  7. des. 2010.

fjáraukalög 2010.

76. mál
[15:08]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Vegna falls bankanna og þeirrar efnahagslægðar sem fylgdi í kjölfarið hefur staða Íbúðalánasjóðs verið slæm og ljóst um hríð að framlag úr ríkissjóði væri nauðsynlegt. Upphæðin sem hér er lagt til að heimilað verði að veita úr ríkissjóði miðast við grunnspá viðskipta- og rekstraráætlunar Íbúðalánasjóðs fyrir árið 2010–2013 og áætlaðan hlut Íbúðalánasjóðs við lausn á skuldavanda heimilanna, en þetta gera samtals 33 milljarða. Jafnframt því að heimildin sé veitt nú er brýnt að heildarendurskoðun á stefnu og starfsemi Íbúðalánasjóðs fari fram í ljósi reynslu undanfarinna ára og að ekki verði litið fram hjá því stóra hlutverki sem Íbúðalánasjóður hefur þegar hagræn áhrif húsnæðislánamarkaðarins eru metin.