Fjáraukalög 2010

Þriðjudaginn 07. desember 2010, kl. 15:11:11 (0)


139. löggjafarþing — 43. fundur,  7. des. 2010.

fjáraukalög 2010.

76. mál
[15:11]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F):

Virðulegi forseti. Fyrir stuttu átti ég samtal úr þessum ræðustól við hæstv. fjármálaráðherra þar sem ég spurði að því hvort þessi innspýting inn í Íbúðalánasjóð væri vegna þess að það væri krafa frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum um að einkavæða hann. Það er nefnilega ríkisábyrgð á Íbúðalánasjóði. Þessi tilfærsla frá ríkisreikningi yfir í Íbúðalánasjóð er algjörlega óþörf, enda gat hæstv. fjármálaráðherra ekki svarað því og játaði því hvorki né neitaði.

Annað sem vekur upp spurningar hér er að það kom svar við fyrirspurn minni varðandi það hvað sveitarfélögin skulduðu Íbúðalánasjóði háar upphæðir. Sveitarfélögin skulda um 40 milljarða. Þetta nær nánast upp í það og virðulegi forseti, sú skuld er vegna þess að félagslega íbúðakerfið, sem hæstv. núverandi forsætisráðherra kom á hér um árið, er fallið á sveitarfélögin (Forseti hringir.) og þau eiga í miklum erfiðleikum vegna þessa. Þessi upphæð gæti þá jafnvel verið til þess að koma til móts við skuldug sveitarfélög.