Stuðningur stjórnarliða við fjárlögin

Föstudaginn 17. desember 2010, kl. 10:43:34 (0)


139. löggjafarþing — 51. fundur,  17. des. 2010.

stuðningur stjórnarliða við fjárlögin.

[10:43]
Horfa

dómsmála- og mannréttindaráðherra (Ögmundur Jónasson) (Vg):

Ég hef þvert á móti sagt á mjög skýran og afdráttarlausan hátt að ég telji að þremenningarnir sem hér um ræðir séu að fylgja þeim hugsjónum og stefnumarkmiðum sem þeir lofuðu kjósendum sínum á sínum tíma (Gripið fram í.) og að ég beri traust til þeirra. Ég er síðan að vara við því (Gripið fram í.) að leiða málefnalegan ágreining og málefnalegar áherslur, eins og þeir hafa sett fram, ofan í þröngar persónupólitískar skotgrafir. (SKK: Ertu sammála forsætisráðherra?)