Icesave

Föstudaginn 17. desember 2010, kl. 10:47:40 (0)


139. löggjafarþing — 51. fundur,  17. des. 2010.

Icesave.

[10:47]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S):

Virðulegi forseti. Þetta er merk stund. Hæstv. dómsmálaráðherra svaraði ekki einföldum spurningum. (Gripið fram í.) Þetta var ekki flókið, virðulegi forseti. (Gripið fram í: Jú, þetta var mjög flókið.) Þær voru um hvort það væri samþykkt á bak við þetta í ríkisstjórn, því var ekki svarað, hvort það væri samstaða um þetta í þingflokkunum, hvort þetta hefði verið kynnt þar, því var ekki svarað, og síðan hvort hæstv. dómsmálaráðherra sé sömu skoðunar og hann var áður, að þetta ætti að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Virðulegi forseti. Ætlar hæstv. dómsmálaráðherra ekki að svara þessum spurningum? Ef hæstv. dómsmálaráðherra meinar að Icesave sé alvörumál hlýtur hann að svara þessum spurningum (Gripið fram í: Láta Sjálfstæðisflokkinn …) án þess að vera með nokkra útúrsnúninga.

Virðulegi forseti. Ég fer fram á það (Forseti hringir.) að hæstv. dómsmálaráðherra svari þessum einföldu spurningum.